Æfingatímar veturinn 2013-2014 hefjast samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 5. september 2013.

   Jæja, þá eru æfingatímar vetrarins komnir í hús. Við viljum taka það fram að einhverjar breytingar á tímum gætu orðið þegar æfingar hefjast þó við gerum ekki ráð fyrir því.

   Við erum mjög sveigjanleg með tíma, ef barn kemst ekki einhverja tíma með sínum árgangi þá má barnið æfa með þeim árgangi sem hentar best.

   Við kennum einstaklingsíþrótt og byggjum iðkandann upp með þær greinar í huga sem hentar hverju barni. Um 12 ára aldurinn finnur barnið hvaða grein því líkar best við og dregur sig nær þeirri grein í tækniæfingum. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem þjálfa allan líkamann. Byggjum upp þol, snerpu, kraft, stökkkraft og liðleika.

Æfingar hefjast fimmtudaginn 5. september 2013!

Æfingatímar í frjálsum veturinn 2013-2014. 

Börn fædd árið 2007 og 2008 ( fimm ára deild og 1. bekkur).

Þriðjudaga kl: 18:00-18:50 Týsheimili.

Föstudaga kl: 17:10-18:00 Týsheimili.

Kennari: Sylvía Guðmundsdóttir

Verð: Haustönn sept-jan kr.0, ekkert æfingagjald rukkað fyrir þennan aldur

 

Börn fædd árið 2004, 2005 og 2006 (2, 3 og 4 bekkur).

Mánudaga kl: 15:30-16:30 salur 2 Íþróttamiðstöð (snerpu- og hoppæfingar).

Miðvikudaga kl: 15:30-16:30 Eimskipshöll (greinar).

Fimmtudaga kl: 15:40-16:30 salur 2 (leikir og liðleikaæfingar).

Kennari: Gauti Þorvarðarson

Verð: Haustönn sept-jan kr. 14.000 eða mánaðarverð kr. 4.000.

 

Börn fædd 2001, 2002 og 2003 (5, 6 og 7 bekkur).

Þriðjudaga kl: 15:30-16:30 Eimskipshöll (greinar).

Miðvikudagur 17:15-18:15 Eimskipshöll (úthalds -og liðleikaæfingar).

Föstudaga kl: 16:00-17:00 salur 3 Íþróttamiðstöð (púl og snerpuæfingar).

Aukaæfing fyrir þá sem vilja: Laugardaga kl: 14:45-16:00 Eimskipshöll (tækniæfingar)

Kennarar: Einar Kristinn, Gauti og Sylvía.

Verð: Haustönn sep-jan kr. 14.000 eða mánaðarverð kr. 4.000.

 

Börn fædd 2000 eða eldri (8, 9, 10 bekkur og eldri).

Þriðjudaga kl: 16:00-17:00 Eimskipshöll (greinar)

Miðvikudaga kl: 16:00-17:00 salur 3 (þrek)

Fimmtudaga kl: 16:30-17:30 Eimskipshöll (úthalds- og liðleikaæfingar).

Aukaæfing fyrir þá sem vilja: Föstudagar kl: 16:00-17:00 salur 3. Íþróttamiðstöð (Púl og snerpuæfingar)

Laugardaga kl: 14:45-16:00 Eimskipshöll (tækniæfingar).

Þjálfarar: Einar Kristinn og Gauti.

Verð: Haustönn kr. 16.000 eða mánaðargjald kr. 4.500.

 

ATH. Við veitum 20% systkinaafslátt!

Vonumst til að fá sem flesta á æfingu til okkar.

Alltaf fjör í frjálsum!

Hægt er að skrá barn/börn hér fyrir neðan bloggið í athugasemdir. Fram þarf að koma nafn barns og kennitala, nafn foreldris, netfang og símanúmer. Eða skrá barn/börn á netfang okkar ibvfrjalsar@gmail.com

 

Með kærri íþróttakveðju,

þjálfarar Grin

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband