Grunnupplýsingar fyrir leikjanámskeið í sumar!

Sælir foreldrar og aðrir aðstandendur.

Nú styttist óðum í að námskeiðið fari að hefjast hjá okkur þetta sumarið.

Hér fyrir neðan eru nokkrir góðir viskupunktar:

  • Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 5-10 ára (fædd 2003-2008).
  • Hefst mánudaginn 10.júní og stendur til miðvikudagsins 31.júlí (miðv. fyrir Þjóðhátíð), samtals 7 og hálf vika.
  • Hvert námskeið fyrir sig er 2 vikur, en hægt er að greiða fyrir einungis viku í senn ef þess er óskað.
  • Verð fyrir 2 vikur: 8000kr.
  • Verð fyrir 1 viku: 5000kr.
  • Veittur er systkyna afsláttur, sem er 20% af öðru barni.
  • Verð á síðasta námskeiði sumarsins er 6500kr, þar sem það stendur einungis yfir í 1 og hálfa viku.
  • Námskeiðið er alla virka daga milli klukkan 13:00 og 16:00.
  • Við hittumst alltaf tímanlega klukkan 13:00 í  andyrinu í Íþróttamiðstöðinni, nema annað sé tekið fram hérna (kemur tímanlega í ljós) og endum svo aftur þar klukkan 16:00.

 

Barn þarf að hafa með sér:

  • Bakpoka sem inniheldur:
  • Hollt og gott nesti (mikil áhersla lögð á það að hver og einn sé með hollt nesti nesti, svo ekki komi upp öfund og slík leiðindamál), en á föstudögum eru "nammidagar", þar sem leyfilegt er að hafa með sér snúð, kleinuhring eða eitthvað í þeim dúr.
  • Góðan fatnað sem hentar degi hverjum. Gott er t.d. að hafa með sér regnbuxur og jakka ef það spáir einhverri bleytu.
  • Jákvæðni í leik og starfi, og ekki skemmir góða skapið fyrir!

 

Hvert er markmiðið með námskeiðinu?

  • Við stefnum að því að allir þáttakendur taki virkan þátt í leik og starfi, skemmti sér og auki félagsþroska. Lögð er áhersla á að börnin komi heim með bros á vör og séu spennt fyrir morgundeginum.
  • Við munum reyna eins og við getum að hafa námskeiðið úti í náttúrunni, en ef veðrið er eitthvað að trufla okkur þá höfum við ýmsa möguleika á að fara inn og gera eitthvað annað.
  • Við munum skipuleggja ýmsa leiki og skemmtanir fyrir börnin, en einnig leyfa þeim að leika sér sín á milli við það sem þau hafa gaman af, en með því erum við svara sköpunarþörf barnanna. 

 

 

Hægt er að skrá barn með því að skrifa í gestabókina hérna á þessari síðu:

  • Það sem þarf að koma fram er:
  • Nafn foreldris/foreldra.
  • Nafn barns/barna og kennitölu.
  • Námskeiðis tíma.

 

Í SUMAR VERÐUM VIÐ ALLTAF MEÐ FRJÁLSA-SÍMANN Á OKKUR! HÆGT VERÐUR AÐ NÁ Í OKKUR ALLA VIRKA DAGA MILLI KLUKKAN 13:00 OG 16:00 Á MILLI 10.JÚNÍ OG 31.JÚLÍ.

SÍMINN ER: 852-0052.

 

Einnig erum við með e-mail þar sem hægt er að skilja eftir fyrirspurnir og annað: frjalsaribv@gmail.com

 

Sumarkveðja,

Einar, Birta og félagar!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband