Færsluflokkur: Íþróttir

Æfingatímar veturinn 2013-2014 hefjast samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 5. september 2013.

   Jæja, þá eru æfingatímar vetrarins komnir í hús. Við viljum taka það fram að einhverjar breytingar á tímum gætu orðið þegar æfingar hefjast þó við gerum ekki ráð fyrir því.

   Við erum mjög sveigjanleg með tíma, ef barn kemst ekki einhverja tíma með sínum árgangi þá má barnið æfa með þeim árgangi sem hentar best.

   Við kennum einstaklingsíþrótt og byggjum iðkandann upp með þær greinar í huga sem hentar hverju barni. Um 12 ára aldurinn finnur barnið hvaða grein því líkar best við og dregur sig nær þeirri grein í tækniæfingum. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem þjálfa allan líkamann. Byggjum upp þol, snerpu, kraft, stökkkraft og liðleika.

Æfingar hefjast fimmtudaginn 5. september 2013!

Æfingatímar í frjálsum veturinn 2013-2014. 

Börn fædd árið 2007 og 2008 ( fimm ára deild og 1. bekkur).

Þriðjudaga kl: 18:00-18:50 Týsheimili.

Föstudaga kl: 17:10-18:00 Týsheimili.

Kennari: Sylvía Guðmundsdóttir

Verð: Haustönn sept-jan kr.0, ekkert æfingagjald rukkað fyrir þennan aldur

 

Börn fædd árið 2004, 2005 og 2006 (2, 3 og 4 bekkur).

Mánudaga kl: 15:30-16:30 salur 2 Íþróttamiðstöð (snerpu- og hoppæfingar).

Miðvikudaga kl: 15:30-16:30 Eimskipshöll (greinar).

Fimmtudaga kl: 15:40-16:30 salur 2 (leikir og liðleikaæfingar).

Kennari: Gauti Þorvarðarson

Verð: Haustönn sept-jan kr. 14.000 eða mánaðarverð kr. 4.000.

 

Börn fædd 2001, 2002 og 2003 (5, 6 og 7 bekkur).

Þriðjudaga kl: 15:30-16:30 Eimskipshöll (greinar).

Miðvikudagur 17:15-18:15 Eimskipshöll (úthalds -og liðleikaæfingar).

Föstudaga kl: 16:00-17:00 salur 3 Íþróttamiðstöð (púl og snerpuæfingar).

Aukaæfing fyrir þá sem vilja: Laugardaga kl: 14:45-16:00 Eimskipshöll (tækniæfingar)

Kennarar: Einar Kristinn, Gauti og Sylvía.

Verð: Haustönn sep-jan kr. 14.000 eða mánaðarverð kr. 4.000.

 

Börn fædd 2000 eða eldri (8, 9, 10 bekkur og eldri).

Þriðjudaga kl: 16:00-17:00 Eimskipshöll (greinar)

Miðvikudaga kl: 16:00-17:00 salur 3 (þrek)

Fimmtudaga kl: 16:30-17:30 Eimskipshöll (úthalds- og liðleikaæfingar).

Aukaæfing fyrir þá sem vilja: Föstudagar kl: 16:00-17:00 salur 3. Íþróttamiðstöð (Púl og snerpuæfingar)

Laugardaga kl: 14:45-16:00 Eimskipshöll (tækniæfingar).

Þjálfarar: Einar Kristinn og Gauti.

Verð: Haustönn kr. 16.000 eða mánaðargjald kr. 4.500.

 

ATH. Við veitum 20% systkinaafslátt!

Vonumst til að fá sem flesta á æfingu til okkar.

Alltaf fjör í frjálsum!

Hægt er að skrá barn/börn hér fyrir neðan bloggið í athugasemdir. Fram þarf að koma nafn barns og kennitala, nafn foreldris, netfang og símanúmer. Eða skrá barn/börn á netfang okkar ibvfrjalsar@gmail.com

 

Með kærri íþróttakveðju,

þjálfarar Grin

 

 


Frjálsíþróttaæfingar hefjast fimmtudaginn 5. september 2013.

Foreldrar/forráðamenn!

   Æfingar vetrarins hefjast fimmtudaginn 5. september 2013.

 

   Þjálfarar félagsins í vetur eru: Einar Kristinn Kárason íþróttafræðingur, Gauti Þorvarðarson sálfræðinemi, Sylvía Guðmundsdóttir starfsmaður leikskóla Vestmannaeyjabæjar.

  Við bjóðum upp á æfingar fyrir fjóra aldurshópa. 

   Við erum sveigjanleg í sambandi við æfingatíma þ.e.a.s ef barn getur ekki mætt með sínum aldursflokki má hann/hún æfa með yngri eða eldri börnum þar sem við æfum einstaklingsgreinar.

Vonumst til að sjá sem flesta. Það er alltaf fjör í frjálsum!

Æfingatöflur birtast hér síðar í dag.

Kær íþróttakveðja,

þjálfarar Grin

 


Foreldrar athugið!

Á morgun, 10.júní, hefst fyrsta námskeið sumarsins.

 

Við minnum á:

  • Að við ætlum að hittast við Íþróttamiðstöðina. 
  • Greitt er við innritun (posi á staðnum).
  • Barn mæti með hollt og gott nesti.
  • Sé klætt eftir veðri.
  • Við stefnum á að leggja af stað um 13:00 á áfangastað.

 

 Hlökkum til að sjá ykkur.

Einar, Birta & félagar.


Foreldrar og forráðamenn athugið!

Sæl öll.

 Gestabókin á þessari síðu hefur verið að hegða sér eitthvað undarlega undanfarið og það gæti verið að við höfum ekki fengið innleggin frá ykkur öllum.

 

Við viljum endilega benda þeim sem ekki hafa fengið svar frá okkur að senda á okkur póst á: frjalsaribv@gmail.com

 

Afsakið leiðindin.

 

Sumarkveðja,

Einar & Birta.


Grunnupplýsingar fyrir leikjanámskeið í sumar!

Sælir foreldrar og aðrir aðstandendur.

Nú styttist óðum í að námskeiðið fari að hefjast hjá okkur þetta sumarið.

Hér fyrir neðan eru nokkrir góðir viskupunktar:

  • Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 5-10 ára (fædd 2003-2008).
  • Hefst mánudaginn 10.júní og stendur til miðvikudagsins 31.júlí (miðv. fyrir Þjóðhátíð), samtals 7 og hálf vika.
  • Hvert námskeið fyrir sig er 2 vikur, en hægt er að greiða fyrir einungis viku í senn ef þess er óskað.
  • Verð fyrir 2 vikur: 8000kr.
  • Verð fyrir 1 viku: 5000kr.
  • Veittur er systkyna afsláttur, sem er 20% af öðru barni.
  • Verð á síðasta námskeiði sumarsins er 6500kr, þar sem það stendur einungis yfir í 1 og hálfa viku.
  • Námskeiðið er alla virka daga milli klukkan 13:00 og 16:00.
  • Við hittumst alltaf tímanlega klukkan 13:00 í  andyrinu í Íþróttamiðstöðinni, nema annað sé tekið fram hérna (kemur tímanlega í ljós) og endum svo aftur þar klukkan 16:00.

 

Barn þarf að hafa með sér:

  • Bakpoka sem inniheldur:
  • Hollt og gott nesti (mikil áhersla lögð á það að hver og einn sé með hollt nesti nesti, svo ekki komi upp öfund og slík leiðindamál), en á föstudögum eru "nammidagar", þar sem leyfilegt er að hafa með sér snúð, kleinuhring eða eitthvað í þeim dúr.
  • Góðan fatnað sem hentar degi hverjum. Gott er t.d. að hafa með sér regnbuxur og jakka ef það spáir einhverri bleytu.
  • Jákvæðni í leik og starfi, og ekki skemmir góða skapið fyrir!

 

Hvert er markmiðið með námskeiðinu?

  • Við stefnum að því að allir þáttakendur taki virkan þátt í leik og starfi, skemmti sér og auki félagsþroska. Lögð er áhersla á að börnin komi heim með bros á vör og séu spennt fyrir morgundeginum.
  • Við munum reyna eins og við getum að hafa námskeiðið úti í náttúrunni, en ef veðrið er eitthvað að trufla okkur þá höfum við ýmsa möguleika á að fara inn og gera eitthvað annað.
  • Við munum skipuleggja ýmsa leiki og skemmtanir fyrir börnin, en einnig leyfa þeim að leika sér sín á milli við það sem þau hafa gaman af, en með því erum við svara sköpunarþörf barnanna. 

 

 

Hægt er að skrá barn með því að skrifa í gestabókina hérna á þessari síðu:

  • Það sem þarf að koma fram er:
  • Nafn foreldris/foreldra.
  • Nafn barns/barna og kennitölu.
  • Námskeiðis tíma.

 

Í SUMAR VERÐUM VIÐ ALLTAF MEÐ FRJÁLSA-SÍMANN Á OKKUR! HÆGT VERÐUR AÐ NÁ Í OKKUR ALLA VIRKA DAGA MILLI KLUKKAN 13:00 OG 16:00 Á MILLI 10.JÚNÍ OG 31.JÚLÍ.

SÍMINN ER: 852-0052.

 

Einnig erum við með e-mail þar sem hægt er að skilja eftir fyrirspurnir og annað: frjalsaribv@gmail.com

 

Sumarkveðja,

Einar, Birta og félagar!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband